Konurnar í handverkshópunum í Dzalekabúðunum framleiða ýmiss konar varning, sem þær selja m.a. á mörkuðum í höfuðborginni Lilongwe. Með þessu bæta þær afkomu sína og fjölskyldna sinna.

Þær framleiða einkum töskur af ýmsum stærðum og gerðum – töskur sem upplagt er að nota sem innkaupapoka í stað plastpoka, töskur í sund og í ræktina, skálar og krúsir, ofnar úr maispokum og perlufestar, sem eru búnar til úr glanstímaritum.

Fyrir utan að vera falleg og notadrjúgt, er handverk kvennanna umhverfisvænt. Það dregur úr notkun á plastpokum og í festarnar og skálarnar nota konurnar efni sem annars væri hent.