Malaví er í Suð-austur Afríku, um 118 þúsund ferkílómetrar að stærð. Landið liggur hvergi að sjó. Það á landamæri að Zambíu, Mósambik og Tansaníu. Lítið er um náttúruauðævi í jörð, en náttúrufegurð er við brugðið og veðurfar gott. Þannig eru möguleikar í ferðaþjónustu mjög miklir.

Landsmenn sjá sér einkum farborða með sjálfsþurftarlandbúnaði. Ýmis óáran í veðurfari hefur herjað á landsmenn á undanförnum árum, að því talið er af völdum loftslagsbreytinga.