UMOJA á Íslandi eru styrktarsamtök, stofnuð á fyrri hluta árs 2018. Fyrsta verkefni samtakanna var að kaupa notaðar saumavélar í Malaví og afhenda handverkshópum kvenna í flóttamannabúðunum í Dzaleka.

Tilgangur UMOJA er að styðja við verkefni sem stuðla að bættum lífskjörum, menntun og valdeflingu ungs fólk í Malaví, með sérstaka áherslu á kynjajafnrétti. 

Allt starf samtakanna fer fram í sjálfboðavinnu.

Til að fá nánari upplýsingar um samtökin eða einstök verkefni – eða til að gerast félagi – er hægt að senda tölvupóst á netfang samtakanna – umoja@umoja.is, eða senda tölvupóst til formannsins, inga@umoja.is.

Einnig er hægt að senda skilaboð í gegnum facebooksíðuna.