Það kostar ekki mikið að fara í framhaldsskóla í Malaví. Ekki á íslenskan mælikvarða. Fyrir sárafátækt fólk getur kostnaðurinn engu að síður reynst óyfirstíganlegur. Það getur samt sem áður ráðið úrslitum um framtíðarhorfur ungmennis. Því meiri skólagöngu sem ung stúlka fær, þeim mun meiri tækifæri hefur hún til að brjótast úr sárafátækt, ótímabærrar þungunar og því að ganga í hjónaband löngu fyrri þann tíma sem eðlilegt má telja.

Að geta lokið námi í framhaldsskóla getur gert gæfumuninn.

Kostnaður við að sækja í framhaldsskóla – með heimavist

  Skólagjöld     5.000
  Skólabúningur   5.500
  Námsgögn og hreinlætisvörur   3.500
  Uppihald á heimavist    27.000
  Einn vetur í framhaldsskóla alls:   41.000
     

Ekki verður hægt að styðja stúlkur til uppihalds á heimavist, fyrr en hún hefur verið reist og tekin í notkun. Þangað til, er hægt að veita fátækum stúlkum stuðning sem geta gengið í skólann og heim aftur dag hvern.

Sjá nánar um fyrirkomulag.