Dedza hérað tilheyrir mið-Malaví (Central Malawi). Hluti héraðsins liggur að hinu gjöfula Malavívatni, en hluti héraðsins er á fjalllendu svæði. Hluti þess liggur við landamærin að Mósambik (sjá kort). Héraðið er 3.624 ferkílómetrar að flatarmáli. (Dedza District Social Economic Profile 2013-2018, útgefið af Government of Malawi 2014. )

Í héraðinu býr einkum fólk af þremur ættlfokkum, Chewa, Yao og Ngoni. Í TA Kachindamoto er fólk af Ngoni ættflokknum fjölmennast. Um átta af hundraði íbúanna eru kristnir og einn af hverjum tíu er múhameðstrúar. Konur eru í meirihluta, um 52% á móti 48% karla. (Dedza District SEP, bls. 17-20)

Eins og annars staðar í Malaví, byggir meginhluti fólks afkomu sína á sjálfsþurftarbúskap.  Vegna legu hluta af TA Kachindamoto, lifir hluti íbúanna sem búa næst Malavívatni af fiskveiðum. Stofnar hafa þó gefið mjög mikið eftir undanfarin ár, einkum vegna ofveiði og lakari vatnsbúskapar.

Samkvæmt upplýsingum frá United Nations Population Fund (UNFPA), er útbreiðsla HIV smits talsvert lægra en að meðaltali í landinu, eða 3,2%, á meðan landsmeðaltalið er 8,8%. ( UNFPA – Malawi Office – Summary Report 2017, bls. 3 ).

TA Kachindamoto er ein af átta hefðbundnum stjórnsýslueiningum í Dedzahéraði. Hér er TA Kachindamoto nr. 5.

Í Kachindamoto búa á annað hundrað þúsund íbúar. Þeir búa um flest við sambærilegar aðstæður hvað varðar aðgang að menntun og atvinnutækifærum. Brottfall nemenda úr skólum er mikið og lítill aðgangur að tæknimenntun.( Dedza District SEP, bls. 95-98 ).

Hlutfall ungmenna er mjög hátt. Rúm 48% eru yngri en 15 ára, 57,5% eru yngri en 20 ára og 74,3% eru undir 30 ára aldri. Innan við tíundi hver íbúi er eldri en 50 ára. (Dedza District SEP, bls. 18-19).