Í fátæku sjálfsþurftasamfélagi eins og í malavísku dreifbýli, geta litlu þröskuldarnir reynst óyfirstíganlegir. Skólagjöld í framhaldsskóla reynast oftar en ekki of háir þröskuldar fyrir venjulegar fjölskyldur. Það er dapurlegt, því vitað er að menntun, ekki síst unglingsstúlkna, er ein besta fjárfestingin í samfélagi af þessu tagi. Hún dregur úr offjölgun og er mikilvæg á veikburða hagkerfi.

Skólagjöld fyrir eina stúlku í framhaldsskóla eru um 5.000 krónur á ári. Til viðbótar þurfa þær skólabúning. Án hans fá stúlkurnar ekki aðgang, en hann kostar um 5.500 kr.

Við höfum sett upp styrktarkerfi sem býður upp á marga möguleika. Hægt er að skuldbinda sig til að greiða skólagjöld fyrir eina tiltekna stúlku í eitt ár, eða í þrjú ár. Fyrir 1.200 krónur á mánuði er hægt að greiða skólagjöld, skólabúning, skólagögn og hreinlætisvörur.

Hægt er að greiða með reglulegum mánaðargreiðslum, ársfjórðungslegum greiðslum, árlegum eða hvernig sem styrktaraðilinn kýs.

Auk þess er hægt að styðja skólagjaldaverkefnið með lægri framlögum og þá er stuðningur við hvern nemanda samsettur úr framlögum nokkurra aðila. Þannig geta tveir eða fleiri tekið sig saman um að styðja eina stúlku til náms.

Einfaldast er að hafa reglulegar greiðslur með sjálfvirkri skuldfærslu á bankareikningi, millifærslum, kröfu í heimabanka (að viðbættum kostnaði) og í framtíðinni er gert ráð fyrir að hægt verði að skuldfæra af kreditkorti.

Hægt er að hafa samband og velja greiðsluleið og -fyrirkomulag með því að senda tölvupóst á umoja@umoja.is, eða senda skilaboð í gegnum facebooksíðu samtakanna.

Kennitala UMOJA er 481118-1150
Reikningsnúmer 0310-22-1042