Sett hefur verið af stað söfnun fyrir skólagjöldum og námskostnaði fyrir 60 stúlkur í framhaldskóla í TA Kachindamoto. Stefnt er að því að safna að lágmarki 510 þúsund krónum fyrir haustið.

Skólagjöldin sjálf eru 5.000 krónur, skólabúningur kostar 5.500 kr. námsgögn og hreinlætisvörur 3.500 kr. Fyrst um sinn er stefnt að því að greiða þennan kostnað, en þegar fram líða stundir og búið verður að reisa heimavist, verður einnig safnað fyrir vistgjöldum, sem eru um 27.000 kr.

Hægt er að greiða þetta með ýmsu móti, fá mánaðarlega gíróseðil í heimabankann sinn, greiða eina önn í einu, eða allt árið í senn.