Fyrir skemmstu barst neyðarkall frá þorpinu Chowe í Mangochi, vegna matarskorts. Félagar í UMOJA sendu út ákall til vina og vandamanna og á örfáum dögum safnaðist sem svarar til 3.666 Bandaríkjadala. Sett var upp neyðarstjórn í þorpinu til að tryggja að ráðstöfun fjárins væri sanngjörn og heiðarleg. Lögð var áhersla á vannærðar fjölskyldur, eldri borgara, einstæðar mæður og fjölskyldur þeirra, foreldralaus heimili og aðra þurfandi.

Upphaflega uppleggið var að tryggja nægan maís fram að næstu uppskeru. Það sem safnaðist gerði gott betur. Því ákvað neyðarstjórnin í Chowe, í samráði við stjórn UMOJA, að kaupa jafnframt baunir og sápu til að dreifa meðal sömu hópa.

Related Articles